
Sérfræðingur á sviði fjármála
Björn Berg Gunnarsson hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um fjármál hjá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og skólum.
Hann er afkastamikill greina- og pistlahöfundur í prent- og vefmiðlum og reglulegur gestur í útvarpi og sjónvarpi sem álitsgjafi og til að útskýra fjármál og efnahagsmál á einföldu og skýru máli. Hann hefur vakið athygli fyrir létta og aðgengilega framsögu og framsetningu.
Björn er með BS gráðu í viðskiptafræði, meistaragráðu í markaðs- og alþjóðaviðskiptum og er með virkt próf í verðbréfaviðskiptum.
Löng reynsla á fjármálamarkaði
Á 17 árum á fjármálamarkaði hefur Björn meðal annars starfað við lífeyris-, sparnaðar- og verðbréfaráðgjöf, jafnframt því sem hann stýrði fræðslustarfi Íslandsbanka í áratug og var deildarstjóri greiningardeildar bankans.
Meðal annarra starfa má nefna að hann var stjórnarformaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, stýrði útvarpsþáttum um vísindi og íþróttir í áraraðir auk þess sem hann sat í stjórn Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins.