Snjóboltaaðferðin
Reiknivél
Viltu ráðast á skuldirnar?
Snjóboltaaðferðin getur reynst mjög hvetjandi við niðurgreiðslu lána.
Sláðu inn helstu upplýsingar um lánin þín og hversu mikið þú vilt greiða á mánuði. Reiknivélin raðar lánunum frá því minnsta til stærsta og leggur viðbótargreiðslur inn á minnsta lánið þar til það er að fullu greitt upp. Greiðslubyrði þess láns, ásamt viðbótargreiðslunni þinni er svo velt yfir á næsta lán og þannig koll af kolli þar til öll lánin eru greidd upp.
Ábendingar
-
Reiknivélin gerir ekki ráð fyrir verðtryggðum lánum, aðeins óverðtryggðum
-
Snjóboltaaðferðin er skilvirk þar sem hún er hvetjandi og við finnum áþreifanlega fyrir árangri snemma. Það gæti reynst ódýrara þegar upp er staðið að greiða viðbótargreiðslur á lánin sem bera mestan kostnað.
-
Reiknivélin er enn í vinnslu og í henni gætu reynst villur
Viðtal um snjóboltaaðferðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Fyrirvari
Reiknivélinni er ætlað að gefa vísbendingu um áhrif þess að beita snjóboltaaðferðinni á skuldir. Ekki er gert ráð fyrir áhrifum skatta, bóta og verðbólgu í reiknivélinni.
Upplýsingar á síðunni eru aðeins birtar í upplýsingaskyni og skal ekki líta á þær sem tilboð eða ráðgjöf um kaup, sölu eða aðra ráðstöfun tiltekinna fjármálagerninga. Ekki er borin ábyrgð á fjárfestingarákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga á síðunni. Upplýsingarnar byggja á heimildum sem eru taldar áreiðanlegar en ekki er hægt að ábyrgjast nákvæmni né réttmæti þeirra. Villur geta leynst í reiknivélinni og áskilinn er réttur til leiðréttinga.