Samstarf um ráðgjöf
Jón Bjarni Kristjánsson
Það getur reynst vel að leita til lögmanns vegna erfðamála, til dæmis ef gera á erfðaskrá.
Jón Bjarni Kristjánsson er hæstaréttarlögmaður og einn eigenda KRST lögmanna í Hafnarhvoli.
Leita má til hans vegna erfðaráðgjafar og nú má bóka tíma hjá honum hér á síðunni sem og á Noona.is og í Noona appinu.

Um Jón Bjarna
Jón starfaði hjá Tryggingastofnun ríkisins og Sjúkratryggingum árin 2007-2010 en hefur frá 2011 starfað sem lögmaður og eigandi hjá KRST lögmönnum.
Menntun og réttindi:
-
Mag. jur. gráða frá Háskóla Íslands 2011
-
Málflutningsréttindi fyrir Héraðsdómi 2011
-
Málflutningsréttindi fyrir Landsrétti 2018
-
Málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti 2019

Gerð erfðaskrár
Í erfðaskrá komum við fyrirmælum á framfæri með formlegum hætti.
Mikilvægt er að vandað sé til verka og því getur reynst vel að fá aðstoð lögmanns við gerð erfðaskrárinnar.
Dæmi um efni erfðaskrár
-
Seta í óskiptu búi
-
Ráðstöfun tiltekinna eigna
-
Ráðstöfun allt að þriðjungs eigna eða allra eigna
-
Fyrirframgreiddur arfur
-
Arfur skuli vera séreign barna í þeirra hjúskap
Bóka má tíma hjá Jóni Bjarna á skrifstofu hans í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 í Reykjavík.
Athugið að um staka 50 mínútna tíma er að ræða. Hvort þörf er á meiri tíma við gerð erfðaskrár fer m.a. eftir umfangi hennar.
Hafðu samband við Jón
Fyrirvari
Greiðslur vegna þjónustu bókuð er hjá Jóni Bjarna Kristjánssyni berast til KRST lögmanna ehf. kt. 711204-2960. Björn Berg ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu eða ráðgjöf sem veitt er af Jóni Bjarna.
Vinsamlegast kynnið ykkur verðskrá og þjónustu KRST lögmanna á vefsíðunni www.krst.is