Samstarf um ráðgjöf
Baldvin Ingi Sigurðsson
Baldvin er reyndur sérfræðingur á sviði fjármála og eignastýringar fyrir einstaklinga jafnt sem lögaðila.
Hann býður upp á sjálfstæða fjármálaráðgjöf sem bóka má í hér á vefnum sem og á Noona.is og í Noona appinu.
Skrifstofa Baldvins er í Hafnarhvoli, Tryggvagötu 11 í Reykjavík.

Um Baldvin Inga
Árin 2020-2025 stýrði Baldvin viðskipta- og útgefandaeftirliti Kauphallar Íslands. Hann hefur áralanga reynslu af eignastýringu og fjárfestingum, sem sjóðstjóri og greinandi hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Stefni og í eignastýringu hjá lífeyrissjóðnum Brú.
Þá starfaði Baldvin við rannsóknir á efnahagsbrotum hjá embætti sérstaks saksóknara og hefur einnig starfað við rannsóknir á peningaþvætti.
Baldvin er verkfræðingur, Chartered Financial Analyst (CFA) handhafi og er með virkt próf í verðbréfaviðskiptum

Ráðgjöf fyrir einstaklinga og lögaðila
Meðal viðfangsefna í ráðgjöf Baldvins eru:
Fyrir einstaklinga*
-
Húsnæðislán
-
Sparnaður og uppbygging eignasafna
-
Fjárfestingar á verðbréfamörkuðum
Fyrir lögaðila*
-
Ráðgjöf í tengslum við eignastýringu og fjárfestingar
-
Verðmöt
-
Lánamál
-
Ráðgjöf í tengslum við töku fjármamálagerninga til viðskipta
-
Ráðgjöf í tengslum við upplýsingaskyldu útgefenda
*Ekki er veitt ráðgjöf samkvæmt hugtakingu „fjárfestingarráðgjöf“ eins og það er skilgreint í 4. tl. 1. mgr. í 4. gr. Mifid II tilskipunarinnar."
Hafðu samband við Baldvin
Fyrirvari
Greiðslur vegna þjónustu bókuð er hjá Baldvini Inga Sigurðssyni berast til BIS ráðgjafar slf. kt. 680325-0490. Björn Berg ber ekki ábyrgð á þeirri þjónustu eða ráðgjöf sem veitt er af Baldvini Inga.
Þær upplýsingar sem koma fram í ráðgjöf byggja á þeim upplýsingum sem fyrir lágu á þeim tíma og taldar voru áreiðanlegar. Ekki er hægt að ábyrgjast að allar þær upplýsingar séu réttar og geta skoðanir og upplýsingar sem veittar eru breyst án fyrirvara.
Ekki er veitt ráðgjöf samkvæmt hugtakingu „fjárfestingarráðgjöf“ eins og það er skilgreint í 4. tl. 1. mgr. í 4. gr. Mifid II tilskipunarinnar. Mælt er með að leitað sé ráðgjafar og upplýsinga hjá þar til bærum aðilum áður en ráðist er í fjárfestingar og teknar eru aðrar fjárhagslegar ákvarðanir. Einkum er mælt með að rætt sé við sérfræðinga í skattamálum í tengslum við mál er varða skattlagningu. Ekki er tekin ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna upplýsinga sem deilt er.