Staðgreiðsla er innheimt af hinum ýmsu tekjum, svo sem launum, ellilífeyrisgreiðslum, bótum og úttekt séreignarsparnaðar. Greidd er hærri fjárhæð í skatt eftir því sem tekjur aukast en sömuleiðis hækkar skatthlutfallið vegna persónuafsláttar og skattþrepa.

Þrepin eru afar brött og má sem dæmi nefna að ef heildartekjur fólks voru meira en 23% hærri en meðallaun fyrir fulla vinnu árið 2023 fór hátt í helmingur þess sem umfram var í skatt. Oft er tekjum blandað saman og þá ákvarðast skattþrepin út frá heildartekjum. Því þarf að stíga varlega til jarðar við úttekt séreignarsparnaðar, svo eitt dæmi sé nefnt.
Nýjar viðmiðunarfjárhæðir á nýju ári
Fjárhæðirnar sem miðað er við hækka um 5,8% um áramótin vegna 4,75% verðbólgu á árinu og áætlaðrar 1% framleiðniaukningar. Þá hækkar útsvar sveitarfélaga um 0,1%. Nánari upplýsingar um breytinguna má nálgast á vef stjórnarráðsins.
Viðmiðunarfjárhæðir skattþrepa breytast þannig (kr. á mánuði)
2024 | 2025 | |
Persónuafsláttur | 64.926 | 68.691 |
| 446.136 | 472.005 |
| 1.252.501 | 1.325.127 |
Skattprósenturnar verða þannig (eftir 0,01% hækkun milli ára)
| 31,49% |
| 37,99% |
| 46,29% |
Brött þrep
Eins og áður segir er mikilvægt að vanda sig þegar tekjur eru sóttar úr ólíkum áttum. Milli 1. og 2. skattþreps er 6,5% skattahækkun og 8,3% milli 2. og 3. þreps (hátekjuskatts).
Þetta getur eðlilega haft áhrif á ákvarðanir fólks varðandi töku lífeyris, úttekt séreignarsparnaðar og aukna vinnu, svo dæmi séu tekin. Kynnum okkur því nýju skattþrepin, sem og þær skattkerfisbreytingar sem ný ríkisstjórn mun ráðast í.