Á dögunum fagnaði Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda (SL) 50 ára afmæli sínu á vel heppnuðum fræðslufundi í Iðnó við Reykjavíkurtjörn. Um 200 manns sóttu fundinn, en á honum var rætt um hinar ýmsu hliðar lífeyriskerfisins.
Björn Berg stýrði umræðum á fundinum og ræddi við Ernu Sverrisdóttur, aðalhagfræðing Arion banka, Má Wolfgang Mixa, dósent í fjármálum og stjórnarmann í Almenna lífeyrissjóðnum og Þórunni Sveinbjörnsdóttur, fv. formann Landssamtaka eldri borgara og Félags eldri borgara í Reykjavík og fv. varaformann Eflingar.
Meðal umræðuefna voru:
Hvað þarf að hafa í huga við val á lífeyrissjóði?
Hvenær borgar sig að deila lífeyri með maka?
Eigum við að skrá okkur í tilgreinda séreign?
Ætti eldra fólk að safna viðbótarlífeyrissparnaði?
Hvenær sækjum við lífeyri?
Hversu verðmætar eru þær tryggingar sem fylgja lífeyrisréttindum?
Þau Erna, Már og Þórunn voru afar skemmtilegir og fróðir viðmælendur og voru umræðurnar sannarlega upplýsandi og fróðlegar.
Horfa má á upptöku af fundinum hér að neðan: