top of page
Vefnamskeid_personuleg (2200 x 1080 px).jpg

Vandað og ítarlegt námskeið á netinu
þegar og á þeim hraða sem þér hentar

Bættu heimilisfjármálin þín. 

Rætt er um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni.

 

Sérstök áhersla er lögð á færni við að haga fjármálum eftir aðstæðum hverju sinni, bregðast við breytingum og fylgjast með þróun í efnahagslífinu.

Gefnar eru gagnlegar ábendingar varðandi lántöku, sparnað og uppbyggingu lífeyris svo eitthvað sé nefnt.​

Björn hefur haldið fjölda námskeiða um persónuleg fjármál fyrir fyrirtæki, samtök og menntastofnanir. Nú hafa einstaklingar færi á að skrá sig í vefútgáfu námskeiðsins.

Námskeiðsgjald: 19.500 kr

 

Færðu styrk frá stéttarfélaginu þínu?

Stéttarfélög veita mörg styrki fyrir allt að 90% námskeiðsgjalda. Kannaðu rétt þinn hjá þínu stéttarfélagi.

Skráning

Skráðu þig til þátttöku hér að neðan. Þú færð sendan tölvupóst með reikningi og í kjölfar greiðslu færð þú aðgang að námskeiðinu í 12 mánuði.

Takk fyrir að hafa samband. Fljótlega mun þér berast reikningur í tölvupósti. Reikningurinn skal greiddur með millifærslu og í kjölfarið greiðslu færðu sendan hlekk á námskeiðið.

Kaflar námskeiðsins
  • Efnahagsmál og heimilisfjármálin

    • ​Verðbólga

    • Vextir

  • Skuldir

    • Húsnæðislán​

    • Önnur lán og fjárhagslegt átak

  • Lífeyrismál

  • Sparnaður og fjárrfestingar

  • Heilbrigð fjármál

Yfir 4 klst af myndböndum
Próf úr efni kafla
Umfangsmikið ítarefni
Aðgengilegt í 12 mánuði
Event_pseronuleg-mockup(1920 x 720 px).jpg
Um námskeiðið

Vefnámskeiðið Persónuleg fjármál fer fram í námskerfi Thinkific.

 

Þar fylgist þú með fyrirlestrum, kynnir þér ítarefni úr hverjum kafla og hefur aðgengi að fjölda gagnlegra hlekkja svo þú getir kynnt þér málin betur og fengið betri yfirsýn yfir lífeyrismálin þín.

Í lok kafla er lítið próf, svo þú gangir úr skugga um að ekkert mikilvægt hafi farið framhjá þér.

Þú hefur aðgengi að námskeiðinu í 12 mánuði og sækir það þegar og á þeim hraða sem þér hentar. 

Dæmi um efnistök

Áhrif efnahagsmála á heimilisfjármálin

Ítarleg yfirferð yfir ólíkar tegundir húsnæðislána

Að greiða niður skuldir

Fjárhagslegt átak

Sparnaður og fjárfestingar

Að búa sig undir framtíðina

Hagnýtt innlegg frá Aurbjörgu

Jón Jósep hjá Aurbjörgu sýnir hvernig við getum borið saman lán og sparnaðarkosti auk þess að reikna út íbúðalánin okkar. Þannig tryggjum við að ekkert fari fram hjá okkur svo við getum brugðist við og gert breytingar þegar nauðsynlegt er.

Þátttakendur á námskeiðinu fá auk þess tilboð vegna áskriftar hjá Aurbjörgu.

image.png

Viltu bóka fleiri en einn þátttakanda?

Hafðu samband og við skráum þinn hóp fljótt og örugglega.

Takk fyrir að hafa samband!

Fleiri námskeið og fyrirlestrar

Event_liferyrismal_ollum_aldri_ (3).png

Gagnlegt og hvetjandi námskeið fyrir yngri en 60 ára

 

Búum okkur undir bjarta fjárhagslega framtíð  

Event_starfslok_1_1.png

Ítarlegt námskeið um allt sem nauðsynlegt er að vita um undirbúning starfsloka

Event_personuleg_1_1.png

Náðu góðum tökum á fjármálunum og lagaðu heimilisfjármálin að aðstæðum hverju sinni

Copy of Event_starfslok_1_1.png

Heils dags vinnustofa um hinar ýmsu hliðar persónulegra fjármála

Event_sparnadur_1_1.png

Einfalt námskeið um grunnatriðin í ávöxtun fjármuna og uppbyggingu eignasafna

Event_hlutabref_1_1.png

Allt sem þú þarft að vita áður en þú hefst handa við fjárfestingar á hlutabréfamarkaði.

Event_ibudalan_1_1.png

Hvernig er lánamarkaðurinn í dag og hvaða lán henta okkur best?

Event_fyrstaibud_1_1.png

Gagnleg fræðsla um sparnað til útborgunar, lántöku og kaup á fyrstu íbúð

event_efnahagsmal_1_1.png

Einföld og skýr samantekt á stöðu og horfum í efnahagsmálum á Íslandi

Event_sambud_1_1 (2).png

Námskeið í samstarfi við Pál Kristjánsson, hæstaréttarlögmann, um lagalega og fjárhagslega stöðu sambúðarfólks sem ekki er gift

Event_eiginrekstur_1_1 (1).png

Námskeið í samstarfi við Pál Kristjánsson, hæstaréttarlögmann. Farið er með skýrum hætti yfir hvernig undið er ofan af eigin rekstri og hvað hafa þarf í huga varðandi lífeyrismál og starfslok

Event_fjarmal_islandi_1_1.png

Einfalt og skýrt námskeið fyrir innflytjendur.

Rætt er um íslenskt efnahagskerfi, heimilisfjármál, sparnað, skuldir, lífeyrismál og fleira sem nauðsynlegt er að þekkja hér á landi

Event_data_1_1.png

Létt og skemmtilegt erindi um rangan fréttaflutning vegna ónákvæmrar túlkunar gagna 

Event_peningar_1_1 (1).png

Fyndnar og skemmtilegar sögur sem með einhverjum hætti tengjast peningum

Efnið er unnið upp úr bókinni Peningar

Event_sersnidid_1_1.png

Sérútbúin erindi, námskeið, greinar og fundastjórn

bottom of page