Besta mögulega útfærsla starfsloka og lífeyristöku
Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega.
Til að svo megi verða á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur. Lífeyristöku þarf að sníða að stöðu og smekk hvers og eins og þar sem um mikil værðmæti er að ræða borgar sig að vanda vel til verka.
Björn hefur haldið hundruð fyrirlestra og námskeiða um lífeyrismál, skrifað um þau fjölda greina og verið virkur í umræðu um lífeyris- og starfslokamál um árabil.
Á námskeiðinu er farið yfir flókið kerfi á mannamáli og verða þátttakendur full færir um að undirbúa sín starfslok með þeim hætti sem þeim hentar best.
Lengd
3 klst
Hentar
55 ára og eldri
Við slöppum betur af
ef við gerum þetta rétt
Dæmi um efnistök
Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
Hvað með viðbótarlífeyri og tilgreinda séreign?
Hvernig verða greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
Hvaða skatta kem ég til með að greiða?
Þarf ég að gera erfðaskrá og umboð?
Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
Bókaðu námskeið fyrir þinn hóp
Hafðu samband og við finnum saman tíma sem hentar.
Nýtt vefnámskeið
Tæp 4.000 manns hafa setið námskeið Björns um lífeyrismál undanfarið ár.
Þetta vinsæla námskeið er nú loks einnig í boði í þægilegu vefkennslukerfi.
Námskeiðinu fylgir m.a.:
-
Yfir 3 klst. af fyrirlestrum
-
Aðgengi að efninu í 12 mánuði
-
Mikið magn ítarefnis og hlekkja
-
Próf úr köflum
-
Tékklisti vegna undirbúnings starfsloka
Fleiri námskeið og fyrirlestrar
Gagnlegt og hvetjandi námskeið fyrir yngri en 60 ára
Búum okkur undir bjarta fjárhagslega framtíð
Ítarlegt námskeið um allt sem nauðsynlegt er að vita um undirbúning starfsloka
Náðu góðum tökum á fjármálunum og lagaðu heimilisfjármálin að aðstæðum hverju sinni
Einfalt námskeið um grunnatriðin í ávöxtun fjármuna og uppbyggingu eignasafna
Allt sem þú þarft að vita áður en þú hefst handa við fjárfestingar á hlutabréfamarkaði.
Gagnleg fræðsla um sparnað til útborgunar, lántöku og kaup á fyrstu íbúð
Námskeið í samstarfi við Pál Kristjánsson, hæstaréttarlögmann, um lagalega og fjárhagslega stöðu sambúðarfólks sem ekki er gift
Námskeið í samstarfi við Pál Kristjánsson, hæstaréttarlögmann. Farið er með skýrum hætti yfir hvernig undið er ofan af eigin rekstri og hvað hafa þarf í huga varðandi lífeyrismál og starfslok
Einfalt og skýrt námskeið fyrir innflytjendur.
Rætt er um íslenskt efnahagskerfi, heimilisfjármál, sparnað, skuldir, lífeyrismál og fleira sem nauðsynlegt er að þekkja hér á landi
Létt og skemmtilegt erindi um rangan fréttaflutning vegna ónákvæmrar túlkunar gagna